Umhverfismál

Við gerum okkur grein fyrir því að náttúran og umhverfi okkar skiptir okkur öllu máli. Síðan 1996 höfum við unnið að því að kolefnajafna fyrirtækið okkar.

„Við berum ábyrgð á framtíðinni“
Tel: 515 2700

Fyrirtækið vaktar helstu umhverfisþætti starfseminnar og hefur einsett sér að vera leiðandi í umhverfismálum á sínu sviði.

Samningur hefur verið gerður við viðurkennda aðila um losun og mælingu á helstu spilliefnum sem verða til hjá fyrirtækinu, þ.e. málma, rafgeyma, úrgangsolíu, olíusíur og spilliefni frá verkstæði.

Frárennslismál fyrirtækisins. Þrjár stórar olíuskiljur eru á vinnusvæðinu, við olíutank, á plani og í þvottastöð. Þær eru tæmdar reglulega til varnar olíuleka í holræsakerfi.

Umhverfisspillandi efni eru notuð í eins takmörkuðu magni og hægt er.

Allt rusl er flokkað og það sent í viðeigandi endurvinnslu.

Stuðlað er að vistvænum akstri ökumanna.

Umhverfismálastefna

Teitur Jónasson ehf. hefur einsett sér að:

  • Raska sem minnst jafnvægi í vistkerfinu með þeirri orku og úrgangi sem verður til vegna starfsemi fyrirtækisins.
  • Vinna sífellt að úrbótum í umhverfismálum.
  • Starfa í samræmi við gildandi lög og reglugerðir varðandi starfsemi fyritækisins.
  • Efla umhverfisvitund starfsmanna.
  • Valda sem minnstum umhverfisspjöllum við losun úrgangsefna.

 

Til þess að vinna að þessum markmiðum hefur Teitur Jónasson ehf:

  • Stefnt að endurnýjun í umhverfisvænar bifreiðar, viðurkenndar af alþjóðlegum stöðlum.
  • Stuðlað að vistvænum akstri ökumanna.
  • Flokkað og endurunnið allt rusl sem verður til í ferðum fyrirtækisins svo sem fernur, dósir og fleira.
  • Fargað ónýtum varahlutum eða endurunnið á viðeigandi hátt það sem til fellur við viðhald bifreiðanna.
  • Takmarkað notkun umhverfisspillandi efna við starfsemina

Kolefnisjöfnun

Við gerum okkur grein fyrir því að náttúran og umhverfi okkar skiptir okkur öllu máli. Síðan 1996 höfum við unnið að því að kolefnajafna fyrirtækið okkar.

Með það að markmiði fjárfestum við í jörð til skógræktar og höfum öll árins síðan þá gróðursett tré til þess að koma á móts við kolefnisútblástur flotans okkar.
Í dag erum við að kolefnajafna allt að 20% af kolefnaútblæstri okkar.

Stefnt er að því að taka upp grænt bókhald og að fyrirtækið fái umhverfisvottun, skv. ISO 14002 staðli og úttektaraðili er BSI á Islandi stefnt er að fyrsta stig verði komið á um mitt ár 2012.