Teddi
Teddi er öryggisfræðslu gaurinn okkar. Hann hefur margt fróðlegt fram að færa er snýr að öryggi barnanna okkar í umferðinni. Teddi segir "Allir í belti" og okkar bílstjórar fylgja því eftir.
Teddi er öryggisfræðslu gaurinn okkar. Hann hefur margt fróðlegt fram að færa er snýr að öryggi barnanna okkar í umferðinni. Teddi segir "Allir í belti" og okkar bílstjórar fylgja því eftir.
„Teddi Segir: Sumarið er skemmtilegt“
Teddi er öryggisfræðslu gaurinn okkar. Hann hefur margt fróðlegt fram að færa er snýr að öryggi barnanna okkar í umferðinni. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga um öryggi barna í umferðinni.
1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu
2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – ekki stystu
3. Leggjum tímanlega af stað, ekki flýta sér
4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir
5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar
6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki
7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir
8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir
9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla
10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu
Heimild:Umferðarstofa
Ef miðsætið aftur í er með þriggja festu belti er það talið öruggasta sætið í bílnum fyrir bílpúða eða barnabílstól. Tveggja festu öryggisbelti veitir að sjálfsögðu mun minna öryggi en þriggja festu öryggisbelti þar sem það getur ekki stöðvað hreyfingar efri hluta líkamans og þrýstingur eykst á innri líffæri og neðri hluta hryggjar. Þess vegna á ekki að nota miðjusætið fyrir barn ef þar er aðeins tveggja festu öryggisbelti, nema að það sé í barnabílstól sem festa má með tveggja festu öryggisbelti.
Eiginleikar þeirra efna sem notuð eru í stólum breytast með tímanum og því er almennt ekki mælt með því að nota stóla sem eru orðnir eldri en 6 til 8 ára. Ekki má nota stól sem hefur orðið fyrir hnjaski eða skemmdum.
Þegar nýr stóll er keyptur er nauðsynlegt að athuga hvort hann passi í viðkomandi bíl. Ef nota á stólinn í fleiri en einum bíl þarf hann að passa í öllum tilvikum. Mikilvægt er að fara alltaf eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja með öryggisbúnaði um rétta festingu hans, sem og leiðbeiningum frá framleiðanda bílsins, séu þær fyrir hendi.
Uppblásanlegur öryggispúði er lífshættulegur börnum Hættan felst í högginu sem verður þegar púðinn þenst út og lendir á höfði og efri hluta líkama barnsins af miklum þunga. Höggið getur leitt til alvarlegra áverka eða jafnvel dauða. Samkvæmt lögum mega börn undir 150 sm hæð ekki sitja í framsæti bíls ef uppblásanlegur öryggispúði er fyrir framan sætið.
Uppblásanlegur öryggispúði er lífshættulegur börnum.
Lausir hlutir í bílum geta valdið slysum í árekstri ef þeir kastast á farþega eða ökumann.
Þegar keyptur er barnabílstóll skal athuga hvort hann henti bæði bíl og barni.
Lesið leiðbeiningar vandlega og gætið þess að stólarnir séu rétt festir.
Heimild:Umferðarstofa
Börn á leikskólaaldri eru til alls líkleg í umferðinni og því afar mikilvægt að vel sé hugað að öryggi þeirra. Þau mega aldrei vera ein í umferðinni án umsjónar og eftirlits fullorðinna. Það er á ábyrgð þeirra sem eldri eru að búa þau sem best undir þátttöku í umferð, jafnt sem farþega í bíl og gangandi vegfarendur. Það gerum við m.a. með því að sjá til þess að þau noti traustan og góðan öryggisbúnað, með markvissri fræðslu og leiðsögn. Þar á meðal er nauðsynlegt að fá þau til að bera virðingu fyrir
umferðinni og þeim hættum sem henni fylgja. Síðast en ekki síst skiptir miklu máli að foreldrar og aðrir fullorðnir séu góðar fyrirmyndir.
Heimild:Umferðarstofa