Öryggis og gæðamál
Öryggi og gæði eru einn þýðingarmesti pósturinn við rekstur hópferðafyrirtækis. Er það markmið okkar að vera ávalt í fararbroddi er varðar öryggis og gæðamál.
Öryggi og gæði eru einn þýðingarmesti pósturinn við rekstur hópferðafyrirtækis. Er það markmið okkar að vera ávalt í fararbroddi er varðar öryggis og gæðamál.
„Við leggjum ríka áherslu á öryggi okkar farþega“
Nær allt viðhald og eftirlit fer fram á verkstæði Teits en þar starfa 6 manns, þar af 3 bifvélavirkjar og 3 verkstæðismenn. Allir þessir aðilar hafa verið hjá fyrirtækinu í 3 ár eða lengur og hafa því staðgóða þekkingu og reynslu.
Verkstæðisformaður ber ábyrgð á öllu viðhaldi og viðgerðum bifreiða. Hann verkstýrir einnig viðhaldsverkefnunum og sér um að halda viðhaldsskrár yfir alla vagna.
Allir okkar vagnar eru í reglubundu viðhaldi.
Stjórn Teits Jónassonar ehf. er mjög meðvituð um mikilvægi gæða í þjónustu við viðskiptavini sýna. Þar ræður mest gott ástand vagna og að bílstjórar séu meðvitaðir um ábyrgð og skyldur sínar gagnvart farþegunum.
Nýir bifreiðastjórar fara í gegnum þjálfun í samræmi við reglur fyrirtækisins um ráðningar, þjálfun og menntun starfsmanna. Sviðsstjóri almenningsvagna sér um þessa þjálfun. Jafnframt hefur fyrirtækið komið sér upp nánari starfsreglum.
Starfandi er gæðaráð Teits sem fer yfir öll gæðamál fyrirtækisins og skipuleggur aðgerðir til úrbóta.
Á hverju ári höldum við öryggisnámskeið og annað hvert ár höldum við skyndihjálparnámskeið fyrir bílstjóra okkar og annað starfsfólk. Er það gert til að tryggja sem best öryggi okkar farþega. Í öllum okkar bílum eru öryggisbelti.