Um okkur
Frá upphafi hefur Teitur hópferðir sinnt fjölbreyttri hópferðaþjónustu um allt land og býður allar stærðir hópferðabíla,
Frá upphafi hefur Teitur hópferðir sinnt fjölbreyttri hópferðaþjónustu um allt land og býður allar stærðir hópferðabíla,
„Reynsla og áræðanleiki“
Teitur Jónasson ehf. var stofnað árið 1963 og hefur frá upphafi verið starfrækt í Kópavogi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Dalveg 22, skrifstofur, verkstæði og þvottastöð.
Frá upphafi hefur Teitur hópferðir sinnt fjölbreyttri hópferðaþjónustu um allt land og býður allar stærðir hópferðabíla, frá 9-69 sæta.
Þá hefur fyrirtækið um árabil sinnt strætisvagnaþjónustu í Kópavogi, á Kjalarnes og til Akraness. Það annast auk þess viðamikinn akstur skólabíla fyrir Kópavogskaupstað og hefur séð um áætlunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu í Bláfjöll frá árinu 1975.
Fyrirtækið hefur annast akstur með aldraða í Sunnuhlíð frá árinu 1991. Á árabilinu 1995-2006 sinnti Teitur starfsmanna-, skólabifreiða- og strætisvagnaakstri fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
Fyrirtækið rekur um 40 rútur og vagna.