Sérhæfð akstursþjónusta
Uppýsingar um ferðaþjónustuna í Kópavogi
Uppýsingar um ferðaþjónustuna í Kópavogi
„“
Teitur Jónasson ehf. hefur séð um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra í Kópavogi síðan 2020. Þessi þjónusta byggir á eldri grunni fyrirtækisins Fer ehf. sem sá um þjónustuna í áratugi til ársins 2015. Flotinn sem er notaður í þetta sérhæfða verkefni er nýlegur og góður, búinn öllum helstu tækni og öryggisbúnaði sem völ er á. Pöntunarsími er 5152720 eða á .(JavaScript must be enabled to view this email address). Opnunartími þjónustuvers er 08-16 virka daga og um helgar og stórhátíðar frá kl. 10-14.
Þjónustutími ferðaþjónustu fatlaðra er sem hér segir:
• Virka daga frá kl. 6:30 til kl. 24:00.
• Laugardaga frá kl. 8:00 til kl. 24:00.
• Sunnudaga frá kl. 11:00 til kl. 24:00.
• Aksturstími á stórhátíðardögum er eins og á sunnudögum.
Lengd ferðar miðast við setu farþega í bíl verktaka. Verktaka er heimilt að flytja fleiri en einn farþega í sömu ferð. Aksturinn miðast við frá og að anddyri húsnæðis. Farþega ber að vera tilbúinn í anddyri húsnæðis á umsömdum tíma. Sama gildir um verktaka, sem ber rík skylda til að mæta á umsömdum tíma við anddyri farþega. Biðtími farþega skal að jafnaði ekki fara yfir 10 mínútur frá uppgefnum tíma. Ef farþegi er ekki tilbúinn á umsömdum tíma er bílstjóra heimilt að yfirgefa staðinn, ferðin telst þá ekki afboðuð með nægum fyrirvara og greitt er fyrir hana.